Marta í Kastljósinu og tíufréttum á RÚV:

Smellið hér til að sjá Kastljósið miðvikudaginn 13. júní:

 http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?date-from=2007-06-13

 

 http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338105

Ísland í dag á Stöð 2:

 http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=&programID=b2fab606-e8f9-4500-a4d9-15008d8978da&mediaSourceID=9069a3a1-85ae-43b8-9b06-a2f1e039f6d6

 


Fljótlega myndir...

Á næstunni verða settar inn myndir frá leiðangri Mörtu.

Kortin og móttaka Mörtu:

Nú eru síðustu forvöð að kaupa kortin sem verða póstlögð á Grænlandi. Hins vegar verður áfram hægt að fá kort frá Mörtu póstlögð úr Reykjavík næstu daga.  Fresturinn til að kaupa Grænlandskort er fram að miðnætti í kvöld.

Marta er væntanleg frá Grænlandi á miðvikudagskvöldið nk. Krabbameinsfélag Íslands býður til móttöku sama kvöld kl. 20.30 að Skógarhlíð 8, 1. hæð. Allir velkomnir.


Sunnudagur 10.06.07 - Fararstjóri skrifar:

20. dagur:


Við vöknuðum í frábæru veðri. Undir okkur bylgjaðist jökullinn allt niður að firðinum. Við sáum LAND og ísjaka sem voru eins og risastórir hákarlskjaftar fyrir neðan okkur. Bak við okkur gríðarleg ísbreiðan. Við vorum spennt fyrir verkefni dagsins; munum við lenda í vandræðum þegar kemur að ám og svo hafísnum? Hvernig tekst okkur að ferja hundana og farangurinn yfir þessa tálma?
En okkur gekk ljómandi vel! Leið okkar lá skáhallt niður brattann; við fórum yfir nokkrar ár sem voru vel færar. Að fara yfir árnar var auðvelt fyrir hundana sem eru þjálfaðir í að hoppa milli ísfleka á hafísnum. Gólið var hæst í okkur! Þegar við vorum komin niður úr jöklinum nutum við besta hádegisverðar til þessa í ferðinni. Ekki vegna þess að maturinn væri svona sérstakur heldur var það sigurtilfinningin sem var svo sterk. Skyndilega sáust dökkir dílar á hreyfingu úti á hafísnum. Þarna voru þeir Salo, Hans og Lars á ferðinni, eigendur hundanna sem við höfðum leigt. Með þeirra hjálp skröltum við með sleðana yfir síðustu grjótskriðurnar og skelltum okkur út á hafísinn með látum. Þetta var ólýsanleg ferð yfir þessa síðustu kílómetra. Við brostum allan hringinn og tókum myndir í gríð og erg.
Fimm báta þurfti til að ferja okkur (3 sleðar, 26 hundar, 7 manneskjur og farangur) til þorpsins Isortog. Sólin skein ennþá og fyrir mig og Ingrid var sérlega skemmtilegt að koma aftur þangað. Þetta var staðurinn sem við yfirgáfum í apríl fyrir 40 dögum síðan. Vorið var nú komið og umhverfið öðruvísi nú þegar snjónum hafði létt. Í Isortoq beið okkar kvöldverður hjá Salo og Ellu. Þau buðu okkur upp á kjötpottrétt en fyrst var það gos og bjór sem ég hafði skilið eftir síðast þegar ég var hér. Slituppgefnir sofnuðu leiðangursmenn einn af öðrum þegar leið á kvöldið, allir nema ég og Herman. Hann á kafi í snjóbrettatímariti og ég á kafi í þessum pistli. Í fyrramálið fáum við beikon í morgunmat, síðan um daginn fljúgum við svo með þyrlu til Tassilaq. Þar bíður eitthvað gott að borða fyrir þá sem hafa dreymt um uppáhaldsmatinn sinn síðustu daga.

Kveðja, Christian Eide.

niður brekku

ísrönd

milli jaka

hundar á hafísnum

 


Munið eftir kortunum!

Nú fer hver að verða síðastur að kaupa kortin til styrktar málstað Mörtu. Opið er fyrir kortasölu í dag fyrir þau kort sem póstlögð verða frá Grænlandi.

Verið ófeimin að heimsækja gestabókina og rita kveðjur til Mörtu.


Haldið áfram að fylgjast með Mörtu hér á blogginu!

Dagbók fararstjóra er væntanleg hér á bloggið síðar í dag ásamt upplýsingum um móttöku Mörtu á miðvikudagskvöld þ. 13.06.


10.06.07 - Takmarkinu náð!

Halló allir heima!

Ég er komin niður af jöklinum og er svo glöð..

Reyndar er ég dálítið eftir mig síðan á laugardag. Við misstum stjórn á okkar sleða í einni brekkunni og duttum frekar illa, ekki góð tilfinning inni á miðju sprungusvæði. Ég meiddist á annarri höndinni og fékk mar á ýmsum stöðum. Í morgun sunnudag var vaknað kl. 05.00 en við höfðum tjaldað á íshrygg á skriðjöklinum með útsýni yfir fjörðinn fullan af hafís. Við örkuðum af stað í síðasta sinn og þetta reyndist verða erfiðasti hluti ferðarinnar og þurftum við að fara yfir margar sprungur og ár. Við vorum mjög heppin með veðrið og aðstæður, sól og blíða. Heimamenn komu síðan á móti okkur, hundar, sleðar, farangur og fólk sett í litla báta og siglt innan um borgarísjakana til Isortoq. Þar gátum við farið í sturtu og fengum að borða hjá einum hundaeigandanum. Gistum hér í nótt og förum á mánudag með þyrlu til Tassilaq.


Það er eins og ég sé ekki komin niður ennþá og ég get einhvern veginn ekki áttað mig á því að ég hef náð takmarkinu, gengið þvert yfir risann..., en hugurinn þarf eflaust að jafna sig og ég að ná áttum. Þetta er ótrúlega skrýtið en samt svo gott að vera komin á leiðarenda. Líður vel, er þreytt og aum og sviðin í andlitinu, öll marin og blá, en glöð og pínu montin!

Kær kveðja, Marta Grænland.


Sunnudagur 10. júní - Komin til Isortoq !!!

Í örstuttu símtali núna rétt fyrir kl. 22 sagði Marta að hópurinn væri kominn til þorpsins Isortoq. Ferðin niður af skriðjöklinum í dag var erfið en gekk þó vel og allir heilir á húfi. Nánari upplýsinga er að vænta fljótlega. Fylgist með!

09.06.07 - Loksins á skriðjöklinum!

Eftir 50 km í sól og frábæru færi tjölduðum við fyrir framan ólýsanlegt útsýni yfir skriðjökulinn. Dagurinn (laugardagur) var frábær og ég er mjög ánægður með þessa 50 km. Glampandi sól og ótrúlegt útsýni til svævi þaktra tinda. Þetta er meiriháttar! Þó eftirvæntingin sé mikil vottar fyrir trega hjá leiðangursmönnum sem vita að nú styttist í endamörk ferðar sem hefur einkennst af persónulegum sigrum, einstakri upplifun og frábærri samvinnu manna og hunda.

Kveðja, Christian Eide.

 

Fjöll í augsýn:

Fjöll

Ægifagurt útsýni:

Skriðjökull austur


09.06.07 - Endaspretturinn...

Halló.
Í dag laugardag gengum vid um 55 km og allir fullir af eldmóð og orku. Endaspretturinn
er hafinn... Eigum adeins 20 km eftir niður af jöklinum og þá er langþráðu markmiði náð.

Kær kveðja, Marta Grænland.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband