22.5.2007 | 10:04
21.05.07 - KANGERLUSSUAQ
Jæja, þá er loksins komið að því, stóri dagurinn er runninn upp! Í dag komu Marta, Herman, Paal, Kristian og Ann-Elin til Kangerlussuaq á vesturströnd Grænlands með beinu flugi frá Kaupmannahöfn. Þar hitti hópurinn leiðangursstjórann Christian Eide sem tjáði þeim að þau myndu leggja á jökulinn samdægurs og eftir að hafa aðeins náð áttum í Old Camp, skála þar sem ýmsir leiðangrar hafa gist, var búnaðurinn yfirfarinn í síðasta sinn, matast og lagt af stað upp á hæð nefnda 660. Hópurinn hefur æft sig og undirbúið á allan hátt í marga mánuði og er nú klár í slaginn.
Í símtali í dag var Marta bjartsýn á ferðina, henni leist vel á hópinn og hafði hitt leiðangursmenn sem voru að koma niður af jöklinum eftir göngu frá austri til vesturs. Þeir voru hæstánægðir með ferðina og sögðu Mörtu og félaga eiga mikið ævintýri í vændum. Marta sagði síðan að þeim yrði ekið upp að hæð 660 og þar hæfist gangan upp skriðjökulinn, áætluð í 2-3 tíma, en síðan yrði búðum slegið upp til fyrstu næturdvalar á Grænlandsjökli. Þau myndu síðan ganga með sleðana upp að næstu búðum þar sem hundarnir bíða ásamt Ingrid, aðstoðarmanni leiðangursins, og halda svo áfram til austurs á sama hátt og fyrstu leiðangursmenn yfir Grænlandsjökul gerðu fyrir löngu síðan, á gönguskíðum með hundasleða.
Mynd frá Old Camp:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2007 | 16:10
Hæ heimur!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)