23.5.2007 | 23:02
23.05.07 - Frosnar öldur
Vinir okkar upplifðu magnaða náttúru á þriðjudag þegar leið lá áfram í gegnum hinn feiknalega skriðjökul. Risastórar ísöldur og ásar einkenndu landslagið, ægifögur sjón en afar þreytandi að glíma við á gönguskíðum. Umhverfið minnti hreinlega á frosinn stórsjó og hópurinn þurfti að taka á honum stóra sínum í gegnum þetta seinfarna völundarhús. Færið var mjög gott og veðrið lék við hvern sinn fingur, -3°C, glampandi sól og nýfallinn snjór og að lokum hafðist þetta allt saman. Dagsverkið reyndist 11-12 km og það má segja að þreyttir göngugarpar hafi verið fegnir að skríða í tjöld að kveldi. Á miðvikudagsmorgun voru 27 km eftir að hundabúðum og ákveðið að stefna á að ná þangað í lok dagsins. En þar sem leiðin liggur áfram upp í móti og færið verður lausara í sér eftir því sem ofar dregur, er ekki víst að takmarkinu verði náð á einum degi. Greinilegt er samt að ekki vantar metnað og kraft í hópinn og fréttir herma að létt sé yfir görpunum í stritinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2007 | 14:09
23.05.07 - Skilaboð frá Dog Camp
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2007 | 00:07
21.05.07 - 22.05.07 – Gangan hafin!
Hópurinn stritaði upp og niður, fram og til baka í úfnum skriðjöklinum og lagði fjóra km að baki að kvöldi mánudags. Færi var betra en við mátti búast þar sem 10 cm af nýföllnum snjó auðveldaði þeim að ná festu á ísnum. Marta og félagar voru hæstánægð með dagsverkið, allt hafði virkað sem skyldi og gengið vel. Þar sem veðrið var kalt og stillt var ákveðið að hópurinn fengi lengri nætursvefn en áætlað var þar sem ekki var hætta á leysingum í kuldanum. Þegar bráðnun er mikil er meiri hreyfing á jöklinum og yfirferð erfiðari. Veðrið á þriðjudagsmorgun lofaði góðu og framundan áreiðanlega erfið dagsferð upp jökulinn. Þrír fyrstu dagarnir verða án efa með þeim erfiðustu þar sem gangan gegnum sprungusvæði og upp í móti reynir á. Hópurinn dregur búnaðinn sinn sjálfur fyrstu dagana eða þar til þau koma upp í hundabúðirnar og þá taka hundarnir við því erfiði.
Skriðjökull þræddur:
Árfarvegur eftir leysingar:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)