25.05.07 - Sólbráð

      Vinir okkar tóku það rólega í hundabúðum enda veitti ekki af eftir erfiðið fyrstu þrjá dagana. Veðrið en ennþá ævintýralega gott og þau ákváðu að lengja hvíldina enn frekar í dag fimmtudag og leggja ekki af stað fyrr en í nótt. Þau hafa með öðrum orðum snúið við sólarhringnum og ætla heldur að ganga af stað þegar kólnað hefur en í sólbráð síðdegisins. Þessi ákvörðun byggist á því að nú eru sleðarnir með þyngsta móti og það ásamt mikilli lausamjöll gerir hundunum erfitt fyrir við dráttinn. Það verður örugglega hrollur í hópnum þegar farið verður á fætur og pakka þarf saman um miðja nótt en nauðsynlegt er að huga að bestu aðstæðum fyrir fjórfætlingana sem eiga mikið erfiði framundan.

 

PULK-IMAG-Hvitserk_Eventyrreiser_019


Bloggfærslur 25. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband