29.5.2007 | 13:12
29.05.07 Marta skrifar:
Kær kveðja, Marta.
Hér æfa herþotur lendingar í snjó:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2007 | 13:05
29.05.07- DYE II
Áttundi dagur, annar í hvítasunnu: 32 km á aðeins 5 klst! Það er ekki lítill hraði á hópnum, greinilegt er að samvinna manna og hunda gengur vel þessa stundina eða kannski var það harðfiskurinn frá Mörtu sem gaf svona gott bensín?
Ferðabréf frá fararstjóra:
Frábær dagur. Sunnudagurinn einkenndist af mótvindi og þegar við vöknuðum mánudagsmorgun leit allt út fyrir svipaðar aðstæður. En svo kom í ljós að við myndum hafa vindinn í bakið og kílómetrarnir hlóðust upp í átt að DYE II. Hundarnir unnu sitt verk og við brostum allan hringinn. Þegar ca. 20 km voru til ratsjárstöðvarinnar sáum við glitta í hana í fjarska. Ingrid sá hana fyrst og vann þar með bjór á okkar kostnað í Tasilaq. Á síðustu metrunum voru teknar margar pásur til að mynda ferlíkið. Vegalengd dagsins var 32 km á 5 tímum, besti árangur var 7 km á 1 klst. með mig másandi fremst. Hundarnir eru til friðs núna, hættir á lóðaríi og einbeita sér meira að því að vinna en fjölga sér. Þegar ég og Ingrid vorum á leið vestur með hinn hópinn þá var mikið tilstand á hundunum, við þurftum ítrekað að stoppa meðan hundarnir pöruðu sig. Sumir góluðu, aðrir brostu... Á áfangastað fóðruðum við hundana og komum þeim fyrir; Ann-Elin bakaði brauð, mmm... nýbakað brauð með smjöri er dásamlegt. Í DYE II hittum við fjóra göngugarpa sem Ingrid þekkir og eru á leið vestur, öfugt við okkur. Ótrúleg tilviljun að hitta einmitt á þá hér. Á morgun þriðjudag ætlum við að hvíla okkur, skoða stöðina, yfirfara græjurnar og matarbirgðir. Með hunda í stuði og fínt færi hlökkum við til áframhaldandi ferðar.
Kveðja, Christian Eide.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)