29.05.07 Marta skrifar:

      Jæja, loksins komin á flotta svæðið hjá kananum, alltaf jafn ýktir blessaðir... Þetta gekk vel hjá okkur í dag, við flugum áfram á sleðanum og það var bara gaman. Nú verður slakað á allan þriðjudaginn og reynt að undirbúa sig fyrir langa göngu. Hér er mikið talað á norsku í kringum mig og ég er farin að söngla í huganum. Það sem mér finnst erfiðast eru síðustu metrarnir á göngunum og þá verð ég alltaf að reyna að hugsa eitthvað skemmtilegt til að komast áfram. Við erum búin að vera heppin með veðrið en það hefur samt verið kalt. Nú sit ég í hústjaldi kanans og borða nýbakað brauð og þennan blessaða ferðamat. Líður vel og finnst ennþá ótrúlegt að ég sé á þessum hvíta risa.

Kær kveðja, Marta.

 Hér æfa herþotur lendingar í snjó:

campdye


29.05.07- DYE II

      Áttundi dagur, annar í hvítasunnu: 32 km á aðeins 5 klst! Það er ekki lítill hraði á hópnum, greinilegt er að samvinna manna og hunda gengur vel þessa stundina eða kannski var það harðfiskurinn frá Mörtu sem gaf svona gott bensín?

 

Ferðabréf frá fararstjóra:

     Frábær dagur. Sunnudagurinn einkenndist af mótvindi og þegar við vöknuðum mánudagsmorgun leit allt út fyrir svipaðar aðstæður. En svo kom í ljós að við myndum hafa vindinn í bakið og kílómetrarnir hlóðust upp í átt að DYE II. Hundarnir unnu sitt verk og við brostum allan hringinn. Þegar ca. 20 km voru til ratsjárstöðvarinnar sáum við glitta í hana í fjarska. Ingrid sá hana fyrst og vann þar með bjór á okkar kostnað í Tasilaq. Á síðustu metrunum voru teknar margar pásur til að mynda ferlíkið. Vegalengd dagsins var 32 km á 5 tímum, besti árangur var 7 km á 1 klst. með mig másandi fremst. Hundarnir eru til friðs núna, hættir á lóðaríi og einbeita sér meira að því að vinna en fjölga sér. Þegar ég og Ingrid vorum á leið vestur með hinn hópinn þá var mikið tilstand á hundunum, við þurftum ítrekað að stoppa meðan hundarnir pöruðu sig. Sumir góluðu, aðrir brostu...  Á áfangastað fóðruðum við hundana og komum þeim fyrir; Ann-Elin bakaði brauð, mmm... nýbakað brauð með smjöri er dásamlegt. Í DYE II hittum við fjóra göngugarpa sem Ingrid þekkir og eru á leið vestur, öfugt við okkur. Ótrúleg tilviljun að hitta einmitt á þá hér. Á morgun þriðjudag ætlum við að hvíla okkur, skoða stöðina, yfirfara græjurnar og matarbirgðir. Með hunda í stuði og fínt færi hlökkum við til áframhaldandi ferðar.

Kveðja, Christian Eide.

 

DYE II

dye


Bloggfærslur 29. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband