30.5.2007 | 23:07
30.05.07 - Kvöldskrif Mörtu:
Ég gleymdi að segja ykkur frá flotta kamrinum á DYE II, glæsilegur kofi með tímaritum, wc-pappír og m.a.s. sótthreinsivökva; mjög góð tilbreyting fyrir bossann frá Kára gamla og kuldanum.
Það eru feðgar hérna sem eru að undirbúa sig fyrir ferð á Suðurpólinn en þeim gamla hefur ekki gengið nógu vel og nú held ég að þeir séu báðir að guggna enda enginn dans á rósum. Ég er í góðum gír og nú er bara að halda áfram með smjörið. Hér eru engir fuglar og ekkert að sjá nema himinn og hvítur jökull svo langt sem augað eygir. Vona að þið séuð dugleg að kaupa kortin, elskurnar mínar.
Kær kveðja, Marta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.5.2007 | 10:00
30.05.07 - Marta skrifar:
Dagurinn í dag (þriðjudagur) var rólegur, búin að liggja eins og klessa inni í tjaldi og lesa, hef ekki gert handtak og látið Norðmennina um skítverkin. Við fórum reyndar að skoða DYE II og það var mjög skrýtin tilfinning að ganga um þetta ferlíki og pínu sorglegt að sjá hversu illa er farið með verðmæti sem hægt væri að nýta betur í heiminum. Í eldhúsinu fann ég íslenskt beikon og smjör. Á morgun miðvikudag er stefnan sett á hátind jökulsins, þangað eru áætlaðir þrír dagar og ég verð tilbúin í slaginn eftir góða hvíld í dag.
Bið að heilsa ykkur öllum.
Kær kveðja, Marta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.5.2007 | 09:59
30.05.07 - Fararstjóri skrifar:
Að morgni miðvikudags verður ræst kl. 6.30 og lagt af stað um kl. 9. Við ætlum að byrja aftur á venjulegu róli því það er ekki lengur jafn heitt og var í upphafi ferðar. Við stefnum á að ganga 8-9 tíma hvern dag á leið til austurstrandarinnar. Miðvikudag ætla Hermann og Kristian Gabrielsen að keyra eigin hundasleða og þeir hlakka mikið til.
Kveðja, Christian Eide.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)