Sunnudagur 10. júní - Komin til Isortoq !!!

Í örstuttu símtali núna rétt fyrir kl. 22 sagði Marta að hópurinn væri kominn til þorpsins Isortoq. Ferðin niður af skriðjöklinum í dag var erfið en gekk þó vel og allir heilir á húfi. Nánari upplýsinga er að vænta fljótlega. Fylgist með!

09.06.07 - Loksins á skriðjöklinum!

Eftir 50 km í sól og frábæru færi tjölduðum við fyrir framan ólýsanlegt útsýni yfir skriðjökulinn. Dagurinn (laugardagur) var frábær og ég er mjög ánægður með þessa 50 km. Glampandi sól og ótrúlegt útsýni til svævi þaktra tinda. Þetta er meiriháttar! Þó eftirvæntingin sé mikil vottar fyrir trega hjá leiðangursmönnum sem vita að nú styttist í endamörk ferðar sem hefur einkennst af persónulegum sigrum, einstakri upplifun og frábærri samvinnu manna og hunda.

Kveðja, Christian Eide.

 

Fjöll í augsýn:

Fjöll

Ægifagurt útsýni:

Skriðjökull austur


09.06.07 - Endaspretturinn...

Halló.
Í dag laugardag gengum vid um 55 km og allir fullir af eldmóð og orku. Endaspretturinn
er hafinn... Eigum adeins 20 km eftir niður af jöklinum og þá er langþráðu markmiði náð.

Kær kveðja, Marta Grænland.


Bloggfærslur 10. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband