Sunnudagur, skýrsla fararstjóra:

Dagsyfirferð: 50,2 km.

Tími: 10 klst. með pásum.

Veður: Sól, -5° C, næstum alveg logn.

Færi: Hart, þunn lausamjöll.

Dagurinn flaug áfram; hundarnir stóðu sig frábærlega. Við hlökkum mikið til morgundagsins ef skilyrðin haldast svona. Við erum núna 40 km fyrir austan hæsta punkt. Það er skýjað núna í kvöld. Hrotur í tjöldunum eftir pastakvöldverð og nýbakaða köku. Ný vika (mánudagur) byrjar kl. 06.00.

Kveðja, Christian.


Sunnudagur 3. júní - Nýtt met!

Hæ allir.

Við vöknuðum í sól og blíðu sunnudagsmorgun þannig að það var þess virði að bíða. Þutum svo áfram og slógum mörg met, gengum 50 km og allir glaðir. Það var ótrúlegt að vera á jöklinum í svona veðri og í raun erfitt fyrir mig að lýsa því. Upplifun sem mun aldrei gleymast. Nú er nefið rautt og aumt og engin krem virka eða duga á trúðanebbann. Fjölbreytni í matarboxinu er orðin frekar lítil, endalaust hrökkbrauð og kavíar. Allir að kafna úr svitafýlu eftir daginn.

Hafið það gott og ekki gleyma að kaupa kortin!!!

Kær kveðja, Marta.


Bloggfærslur 4. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband