4.6.2007 | 09:40
Sunnudagur, skýrsla fararstjóra:
Tími: 10 klst. með pásum.
Veður: Sól, -5° C, næstum alveg logn.
Færi: Hart, þunn lausamjöll.
Dagurinn flaug áfram; hundarnir stóðu sig frábærlega. Við hlökkum mikið til morgundagsins ef skilyrðin haldast svona. Við erum núna 40 km fyrir austan hæsta punkt. Það er skýjað núna í kvöld. Hrotur í tjöldunum eftir pastakvöldverð og nýbakaða köku. Ný vika (mánudagur) byrjar kl. 06.00.
Kveðja, Christian.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2007 | 09:37
Sunnudagur 3. júní - Nýtt met!
Við vöknuðum í sól og blíðu sunnudagsmorgun þannig að það var þess virði að bíða. Þutum svo áfram og slógum mörg met, gengum 50 km og allir glaðir. Það var ótrúlegt að vera á jöklinum í svona veðri og í raun erfitt fyrir mig að lýsa því. Upplifun sem mun aldrei gleymast. Nú er nefið rautt og aumt og engin krem virka eða duga á trúðanebbann. Fjölbreytni í matarboxinu er orðin frekar lítil, endalaust hrökkbrauð og kavíar. Allir að kafna úr svitafýlu eftir daginn.
Hafið það gott og ekki gleyma að kaupa kortin!!!
Kær kveðja, Marta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)