06.06.07 - Ingrid skrifar:

Miðvikudagur var þungur fyrir hundana og eftir 25 km gáfust þeir upp. Við höfum nú gengið u.þ.b. 60 km í djúpum snjó og ég vona innilega að færið fari að lagast. Það eru tæpir 100 km eftir að toppi skriðjökulsins. Við sem ætluðum að hespa því af á þremur dögum en það er víst náttúran sem ræður en ekki við mannfólkið. Veðrið í dag var sól - regn - snjókoma - þoka - rok. Kristian Gab. var frábær fremst með staðsetningartækið í djúúúúpum snjó. Á morgun fimmtudag ætlum við á fætur kl. 04.00. Það lítur út fyrir að veðrið sé að lagast en ég óttast að það verði of hlýtt fyrir hundana. Þess vegna er betra að fara snemma af stað. Við erum í fínu standi ennþá fyrir utan nokkur nuddsár, hælsæri og slíkt. Ég er sennilega vinningshafinn í þeim efnum enda búinn að vera á jöklinum nú í fimm vikur.

Kveðja, Ingrid.

sledestorm


06.06.07 - Dagdraumar

Halló.

Dagurinn í dag (miðvikudagur) var svipaður og í gær, hjakk og aftur hjakk, mikill snjór og erfitt færi. Hundarnir eiga í basli með að draga sleðana og leggjast bara niður og neita að halda áfram. Endaspretturinn ætlar að verða erfiður viðureignar en veðurspáin lofar góðu þannig að þetta mun hafast. Ákveðið að byrja eldsnemma í fyrramálið, vakna kl. 04.00 og ganga og ganga. Það er basl að koma upp tjaldbúðum í öllum þessum blauta snjó þar sem þungt er að athafna sig. Hópurinn er farinn að sjá fjölbreyttan mat og alls kyns kræsingar í hyllingum og láta sig nú dreyma langa dagdrauma um allt það sem er gott og notalegt og var einu sinni daglegt brauð! En hugurinn ber mann hálfa leið og takmarkið nálgast óðum.

Kær kveðja, Marta.

Naqqajaq: Ekkert skyggni, blautt og þungt færi.

weather1


Bloggfærslur 7. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband