23.5.2007 | 00:07
21.05.07 - 22.05.07 – Gangan hafin!
Hópurinn stritaði upp og niður, fram og til baka í úfnum skriðjöklinum og lagði fjóra km að baki að kvöldi mánudags. Færi var betra en við mátti búast þar sem 10 cm af nýföllnum snjó auðveldaði þeim að ná festu á ísnum. Marta og félagar voru hæstánægð með dagsverkið, allt hafði virkað sem skyldi og gengið vel. Þar sem veðrið var kalt og stillt var ákveðið að hópurinn fengi lengri nætursvefn en áætlað var þar sem ekki var hætta á leysingum í kuldanum. Þegar bráðnun er mikil er meiri hreyfing á jöklinum og yfirferð erfiðari. Veðrið á þriðjudagsmorgun lofaði góðu og framundan áreiðanlega erfið dagsferð upp jökulinn. Þrír fyrstu dagarnir verða án efa með þeim erfiðustu þar sem gangan gegnum sprungusvæði og upp í móti reynir á. Hópurinn dregur búnaðinn sinn sjálfur fyrstu dagana eða þar til þau koma upp í hundabúðirnar og þá taka hundarnir við því erfiði.
Skriðjökull þræddur:
Árfarvegur eftir leysingar:
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.