23.05.07 - Frosnar öldur

       Vinir okkar upplifðu magnaða náttúru á þriðjudag þegar leið lá áfram í gegnum hinn feiknalega skriðjökul. Risastórar ísöldur og ásar einkenndu landslagið, ægifögur sjón en afar þreytandi að glíma við á gönguskíðum. Umhverfið minnti hreinlega á frosinn stórsjó og hópurinn þurfti að taka á honum stóra sínum í gegnum þetta seinfarna völundarhús. Færið var mjög gott og veðrið lék við hvern sinn fingur, -3°C, glampandi sól og nýfallinn snjór og að lokum hafðist þetta allt saman. Dagsverkið reyndist 11-12 km og það má segja að þreyttir göngugarpar hafi verið fegnir að skríða í tjöld að kveldi. Á miðvikudagsmorgun voru 27 km eftir að hundabúðum og ákveðið að stefna á að ná þangað í lok dagsins. En þar sem leiðin liggur áfram upp í móti og færið verður lausara í sér eftir því sem ofar dregur, er ekki víst að takmarkinu verði náð á einum degi. Greinilegt er samt að ekki vantar metnað og kraft í hópinn og fréttir herma að létt sé yfir görpunum í stritinu. 

 

Gongin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband