24.5.2007 | 13:50
24.05.07 - Hvíldardagur
Marta skrifar í dag:
Nú er ég stirð og þreytt eftir tíu tíma göngu í gær. Komin í Dog Camp og fullt af hundum. Ég er nú enginn sérstakur hundavinur en aldrei að vita hvað verður eftir þessa ferð. Við erum á undan áætlun og veðrið er búið að vera frábært. Hvítur og kristaltær snjór, blár himinn og sól. Trúi ekki að ég sé loksins á Grænlandi en finn að ég er vel undirbúin eftir Sprengisandsferðina með Íslenskum fjallaleiðsögumönnum.
Kær kveðja, Marta.
Christian Eide skrifar:
Meiriháttar dagur í gær. Við áttum eftir 27 km til Dog Camp í upphafi dags og okkur tókst að klára þann áfanga, hægt en örugglega. Það er ennþá flott veður, snjórinn eins og á jólakorti. Eftir tíu tíma göngu komum við til hundabúðanna og hittum Ingrid og hvuttana 26. Voff! Sólin skein, hundarnir ýlfruðu af gleði yfir endurfundunum (við mig!), flott stemning. Við snæddum veislukvöldverð og síðan hélt Ingrid smá námskeið um undirstöðuatriði í umgengni við hundana og hvernig stýra á hundasleðum. Sólin er nú að hníga til viðar og það er næstum alveg logn. Getur þetta verið betra? Við hlökkum mikið til morgundagsins, fimmtudags, því að við ætlum að taka það rólega fram eftir degi áður en við leggjum af stað áfram í átt að austurströndinni.
Ferðakveðjur, Christian.
Athugasemdir
Gaman að sjá hvað þér gengur vel.Vertu áfram dugleg, sakna þín.
P.s. vertu góð við hundana voff voff
Þinn vinur Marinó Axel
Marino (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.