25.5.2007 | 11:53
25.05.07 - Sólbráð
Vinir okkar tóku það rólega í hundabúðum enda veitti ekki af eftir erfiðið fyrstu þrjá dagana. Veðrið en ennþá ævintýralega gott og þau ákváðu að lengja hvíldina enn frekar í dag fimmtudag og leggja ekki af stað fyrr en í nótt. Þau hafa með öðrum orðum snúið við sólarhringnum og ætla heldur að ganga af stað þegar kólnað hefur en í sólbráð síðdegisins. Þessi ákvörðun byggist á því að nú eru sleðarnir með þyngsta móti og það ásamt mikilli lausamjöll gerir hundunum erfitt fyrir við dráttinn. Það verður örugglega hrollur í hópnum þegar farið verður á fætur og pakka þarf saman um miðja nótt en nauðsynlegt er að huga að bestu aðstæðum fyrir fjórfætlingana sem eiga mikið erfiði framundan.
Athugasemdir
Marta þú ert algjört hörkutól og frábær fyrirmynd fyrir okkur hin sem eru að mikla fyrir sér hversdaginn. Áfram stelpa við fylgjumst með þér
kær kveðja
Björg (vinkona Sifjar) og fjölskylda
Björg A. Jónsdóttir (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.