25.05.07 - Marta skrifar:

 

Hæ Ísland.

Í gær þegar allt var tilbúið til brottfarar og Inger hundakona ætlaði að leggja af stað með mig og alla félagana, þá upphófust miklir stælar í hundunum og við þurftum að hætta við og tjalda aftur. Við reyndum aftur síðar um kvöldið og gengum til klukkan fjögur sl. nótt en það gekk á ýmsu með fja... hundana og þurfti ansi oft að stoppa. Vonandi gengur þetta betur í dag, föstudag. Það var frekar kalt að ganga í nótt og gott að fara í hlýja dúnpokann frá Halldóri í Fjallakofanum, sem var svo hlýr að ég var komin á nærbuxurnar þegar ég vaknaði í morgun. Allur búnaður er góður og mér líður vel. Er reyndar ansi aum í höndunum eftir sleðann. Nú er það hafragrauturinn og gera sig klára fyrir daginn, meiningin er að ganga til miðnættis. Ég er víst orðin vel lyktandi og fín...

Kær kveðja, Marta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband