27.5.2007 | 15:55
Fararstjóri skrifar 27.05.07:
Nú er erum við að smella í taktinn. Við lögðum af stað síðdegis á laugardag og fengum alls konar sýnishorn af veðri, allt frá þéttri snjóhríð og hvassviðri til tindrandi sólskins og golu. Ingrid og ég vorum á fremsta sleða, það er áskorun að fylgja réttri stefnu þegar það er þétt þoka. En ef maður styðst við áttavita og vindátt kemst maður vel áfram. Samt má segja að trúlega höfum við litið út eins og við værum rallhálf. Það er nefnilega ekki auðvelt að halda jafnvægi þegar maður sér ekki undirstöðuna sem er að auki síbreytileg. Við gengum fram að miðnætti, skítkalt, giska á minus 35°C en hundunum leið vel í kuldanum.
Ganga dagsins taldi 34 km, nú eigum við 66 km eftir til DYE II (yfirgefin ratsjárstöð frá dögum kalda stríðsins).
Skila kveðju frá öllum, okkur líður mjög vel.
Christian Eide.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.