Marta skrifar 27.05.07:

Hæ Ísland.

     Nú erum við á leið til DYE II og stefnum á að koma þangað á mánudagskvöld ef okkur tekst að ganga 30-35 km í dag og á morgun. Þegar þangað er komið munum við hvíla einn dag og hafa það huggulegt. Þetta eru búnir að vera langir dagar en veðrið gott og okkur er farið að ganga betur með hundaspottin, meira að segja ég er farin að stjórna þeim á sleðanum…
     Nú erum við búin að snúa sólarhringnum við, of heitt fyrir hundana á daginn, ferlega kalt að tjalda og koma öllu á sinn stað áður en hægt er að hita sér vatn. Í nótt voru drukknir nokkir tappar af koníaki í mínu tjaldi, svefnherbergisfélagi minn núna er Ann-Elin. Hún stefnir á Himalaya eftir þetta ævintýri svo hún er bara að hita upp. Ég get sagt ykkur það að ég hef fallegra útsýni en þið þegar ég sest á klósettið..., en það er helv… kalt á því.

Munið að kaupa kort, elskurnar mínar.
Kær kveðja, Marta.

P.s. Í kvöld er komið að mér að bjóða upp á óvænt góðgæti og luma ég á íslensku nammi ásamt ostum og hangikjöti, auðvitað það besta í heimi. Kv. M.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband