28.5.2007 | 12:56
Fararstjóri skrifar 28.05.07:
Þá er sólin horfin; sunnudagurinn einkenndist af roki og slæmu skyggni. Gengum í níu tíma, 34,8 km og eigum nú 32 km eftir til DYE II. Okkur gekk mjög vel, góður hraði og fá stopp. Hópurinn vann verk sitt óaðfinnanlega. Sleðaliðin eru þessi: Pål og Kristian, Ann-Elin og Herman, Ingrid og Marta. Undirritaður hefur gengið fyrstur, troðið spor og haldið áttum.
Í tjaldbúðum var svo haldin átveisla mikil. Ég eldaði pylsupottrétt úr dönskum pylsum með spaghetti og pastasósu og í forrétt átum við kartöfluflögur. Eftirrétturinn var nýbökuð kaka. Að þessari máltíð lokinni dró Marta fram ýmislegt óvænt. Nokkrar litlar flöskur af íslensku brennivíni, súkkulaði og fleira góðgæti. Harðfiskur með smjöri sló í gegn, frábær samsetning!
Kveðja, Christian Eide.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.