29.5.2007 | 13:12
29.05.07 Marta skrifar:
Jæja, loksins komin á flotta svæðið hjá kananum, alltaf jafn ýktir blessaðir... Þetta gekk vel hjá okkur í dag, við flugum áfram á sleðanum og það var bara gaman. Nú verður slakað á allan þriðjudaginn og reynt að undirbúa sig fyrir langa göngu. Hér er mikið talað á norsku í kringum mig og ég er farin að söngla í huganum. Það sem mér finnst erfiðast eru síðustu metrarnir á göngunum og þá verð ég alltaf að reyna að hugsa eitthvað skemmtilegt til að komast áfram. Við erum búin að vera heppin með veðrið en það hefur samt verið kalt. Nú sit ég í hústjaldi kanans og borða nýbakað brauð og þennan blessaða ferðamat. Líður vel og finnst ennþá ótrúlegt að ég sé á þessum hvíta risa.
Kær kveðja, Marta.
Hér æfa herþotur lendingar í snjó:
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.