30.5.2007 | 10:00
30.05.07 - Marta skrifar:
Halló heimur.
Dagurinn í dag (þriðjudagur) var rólegur, búin að liggja eins og klessa inni í tjaldi og lesa, hef ekki gert handtak og látið Norðmennina um skítverkin. Við fórum reyndar að skoða DYE II og það var mjög skrýtin tilfinning að ganga um þetta ferlíki og pínu sorglegt að sjá hversu illa er farið með verðmæti sem hægt væri að nýta betur í heiminum. Í eldhúsinu fann ég íslenskt beikon og smjör. Á morgun miðvikudag er stefnan sett á hátind jökulsins, þangað eru áætlaðir þrír dagar og ég verð tilbúin í slaginn eftir góða hvíld í dag.
Bið að heilsa ykkur öllum.
Kær kveðja, Marta.
Athugasemdir
Datt inn á þessa síðu. Gaman að sjá ykkur á myndinni í Aðalvík með Níelsi, Dodda og krökkunum. Á Egilsstöðum var alhvít jörð á laugardagsmorgunin. Þú ert algör hetja og gangi ykkur vel á toppinn.
Kveðja Jóhanna Guðm.
Jóhanna Guðm (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.