30.5.2007 | 23:07
30.05.07 - Kvöldskrif Mörtu:
Hæ öll, búið að vera frábært veður í dag miðvikudag og gengið vel, tæpir 43 km að baki. Ég var í hlátursstuði í allan dag og naut þess að þjóta áfram á hvíta risanum. Nú erum við búin að tjalda og erum að fara að snæða matarskammtinn og síðan ætlum við stelpurnar að eiga stund saman í kvöld..., það verður stuð hjá okkur.
Ég gleymdi að segja ykkur frá flotta kamrinum á DYE II, glæsilegur kofi með tímaritum, wc-pappír og m.a.s. sótthreinsivökva; mjög góð tilbreyting fyrir bossann frá Kára gamla og kuldanum.
Það eru feðgar hérna sem eru að undirbúa sig fyrir ferð á Suðurpólinn en þeim gamla hefur ekki gengið nógu vel og nú held ég að þeir séu báðir að guggna enda enginn dans á rósum. Ég er í góðum gír og nú er bara að halda áfram með smjörið. Hér eru engir fuglar og ekkert að sjá nema himinn og hvítur jökull svo langt sem augað eygir. Vona að þið séuð dugleg að kaupa kortin, elskurnar mínar.
Kær kveðja, Marta.
Athugasemdir
Hæ Marta,
gaman að sjá hvað þetta gengur vel hjá þér þú ert hetja !!
gangi ykkur allt í haginn
baráttukveðja úr Keflavík
Anna María Sv.
Anna María Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 10:06
Gangi þér áfram vel..Gaman að lesa og fylgjast með. Sérstaklega gaman að skoða myndirnar.
Baráttukveðjur af landinu græna..Íslandi.
Þórhildur (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.