31.5.2007 | 12:13
Skýrsla fararstjóra frá 30.05.07:
Við lögðum snemma af stað frá DYE II, hliðarvindur og glampandi sól. Eftir níu tíma höfðum við lagt að baki 41,2 km. Við erum nú í 2.280 m hæð og aðeins nokkur hundruð metrar upp á við áður en fer að halla niður til austurs.
Þetta var löng dagleið en það var svo gaman að við gátum ekki stillt okkur. Með þessu áframhaldi verðum við fljót yfir á austurströndina. Nú eru u.þ.b. 300 km á efsta hluta skriðjökulsins. Þrátt fyrir það ætlum við að róa okkur aðeins niður á næstunni. Ég vil vera á fremsta sleða upp á hæsta punktinn því stundum mætir manni hávaðarok beint í andlitið þar uppi.
Hlökkum til framhaldsins.
Kveðja, Christian Eide.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.