Fimmtudagskvöld 31.05.07, Marta skrifar:

Halló.

Nú eru 10 dagar liðnir af þessari ferð og ég hef ekki enn fengið heimþrá þó ég sakni auðvitað dóttur minnar mikið sem og annarra ættingja. Ég get allavega ekki kvartað yfir neinum leiða eða uppgjöf; það sem angrar mig mest er vond líkamslykt og skítug föt. Maður fer svo sannarlega langt yfir venjuleg hreinlætismörk í svona ferð.

Hér hef ég öðlast mikla andlega kyrrð, ekkert áreiti eða stress, bara hrein náttúra og endalaust ferskt loft. Búnaðurinn minn hefur verið mjög góður; ég klæðist þremur lögum alla daga og hef ekki fundið fyrir kulda að ráði þannig að 66° norður fær frábæra einkunn frá mér og miklar þakkir fyrir að styrkja mig í þessa ferð. Nú er ég óðum að nálgast mitt markmið sem er mjög þýðingarmikið fyrir mig og minn málstað og langar mig sérstaklega að þakka Deloitte fyrir þeirrra þátttöku og ómetanlegan stuðning sem gerir mér kleift að vera hér. Okkur gengur ótrúlega vel og þjótum áfram þvert yfir jökulinn. En nú er háttatími, kominn tími til að hvíla lúnar fætur og aumt nef.

Kær kveðja, Marta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband