31.05.07 - Hálfnuð yfir jökulinn; 38,5 km í gær fimmtudag.

Nú erum við virkilega farin að fá gott rennsli á hundasleðana. Það er bókstaflega eins og við svífum yfir ísinn þegar allt virkar eins og best er á kosið. Ungu mennirnir, Hermann og Kristian, voru eins og kóngar á sínum sleða þar til forystuhundurinn gafst skyndilega upp í lok dagsins. Það endaði með því að út brutust alvöru slagsmál milli hunda og hunda og svo manna og hunda. Drengirnir höfðu að lokum yfirhöndina og tókst að róa ferfætlingana og koma þeim áfram á leiðarenda.

Í dag vöktu tveir fuglar athygli okkar, frekar einmana greyin. Yfirleitt sjást tvær tegundir fugla á jöklinum, önnur er smáfugl, snjótittlingur eða þvíumlíkt, sem fýkur inn á ísinn gegn eigin vilja. Þar þvælast þeir án þess að vita hvar þeir eru og hafa stundum gert sig heimakomna í tjaldbúðum ferðamanna og leitað matar og skjóls. Já, sumir hafa endað inni í tjaldi og hímt á þvottasnúrunum undir tjaldskörinni og skitið á allt sem undir liggur (menn). Þar drepast þeir yfirleitt og enda sem hundamatur. Stundum sjást Kanada-gæsir sem koma oftast í stórum flokkum, mörg hundruð fuglar saman. Oft fljúga þær aðeins fáa metra yfir ísnum og eru tilkomumikil sjón, eins og óveðursský sem brunar yfir sjóndeildarhringinn.

Allir biðja að heilsa og eru vel á sig komnir.

Kveðja, Christian Eide.

 

hundekrangel

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið eruð dugnaðarfólk það er nokkuð ljóst!  Þið eruð að gera hluti sem marga  dreymir um en þora ekki!  Áfram þið öll og áfram elsku Marta!  Ég dáist af þér og auðvitað öllum hinum, hundunum líka.  Gangi ykkur vel með framhaldið!
Heiða

Heiða (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband