3.6.2007 | 21:12
Ann-Elin skrifar 2. júní: Veðurteppt...
Hvíldardagur í dag. Vindinn lægði ekki þegar leið á daginn svo Christian tók þá ákvörðun að við færum hvergi fyrr en á morgun sunnudag. Enginn mótmælti og hvíldardeginum var tekið fagnandi með svefni, lestri, áti og spilamennsku. En Christian krafðist þess að við myndum samt hreyfa okkur eitthvað og sendi okkur út að byggja snjóhús að hætti Eskimóa. Hér er enginn miskunn! Við hlýddum að sjálfsögðu og byggðum þetta flotta igloo við tjaldbúðirnar og nú rífumst við um það hver fær að sofa í meistaraverkinu í nótt. Við veðjum á gott veður á morgun og langan dag þar sem við þjótum áfram. Gengið er í góðu stuði og klárt í næsta vinnudag.
Kveðja frá Ann-Elin.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.