4.6.2007 | 09:37
Sunnudagur 3. júní - Nýtt met!
Hæ allir.
Við vöknuðum í sól og blíðu sunnudagsmorgun þannig að það var þess virði að bíða. Þutum svo áfram og slógum mörg met, gengum 50 km og allir glaðir. Það var ótrúlegt að vera á jöklinum í svona veðri og í raun erfitt fyrir mig að lýsa því. Upplifun sem mun aldrei gleymast. Nú er nefið rautt og aumt og engin krem virka eða duga á trúðanebbann. Fjölbreytni í matarboxinu er orðin frekar lítil, endalaust hrökkbrauð og kavíar. Allir að kafna úr svitafýlu eftir daginn.
Hafið það gott og ekki gleyma að kaupa kortin!!!
Kær kveðja, Marta.
Athugasemdir
Hæ Marta og allir hinir, langaði bara að láta ykkur vita hvað mér finnst þið ótrúlega dugleg og þú Marta ert mikil hetja að leggja þetta á þig eftir öll þín veikindi, svo nú er bara að smyrja smjöri á nefið, kavíar undir hendurnar, hrækja í lófana og halda áfram ;-) go Marta!
kveðja margrét.
Margrét Einarsdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.