6.6.2007 | 11:58
05.06.07 - Basl...
Við enduðum með að basla 25 km og ég efast um að við komumst lengri vegalengd á morgun miðvikudag. Við erum nú 123 km frá efsta hluta skriðjökulsins og reikna má með að heill dagur fari í að komst þar niður. Í kvöld erum við 2100 m.y.s.
Veðrið í dag hefur einkennst af austlægum vindi sem snerist meira í suður síðdegis. Nú í kvöld er vindurinn vestlægur. Vona að sú átt haldist. Herman er búinn að uppgötva að það þykknar alltaf upp þegar við borðum hádegismat; þrátt fyrir mismunandi tímasetningar. Í kvöld er pastamáltíð með kjöti og nýbökuð kaka "a la fararstjóri".
Jákvætt í dag 1: Okkur tókst að komast 25 km þrátt fyrir færið.
Jákvætt í dag 2: Það var gaman hjá okkur þrátt fyrir allt.
Jákvætt í dag 3: Videó-vélin mín virkar aftur.
Neikvætt í dag 1: Ekki hægt að byggja Igloo snjóhús úr snjónum.
Neikvætt í dag 2: Það er lítið eftir af smjöri og sykri.
Morgundagurinn verður spennandi, ætli færið verið betra? Verður vindurinn í bakið? Sól í andlitið? Vonandi. Í fyrramálið verður vakið kl. 06.00.
Kveðja, Christian Eide.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.