Piteraq - Naqqajaq

Á Grænlandi er stormur sem kallast Piteraq. Hann er einn af þeim öflugustu í heimi og getur farið yfir allt að 300 km/klst. Hann er oftast staðbundinn og fer ekki endilega yfir stór svæði. Hann myndast þegar það er slæmt veður úti á Grænlandssundi og kalt loft hvílir yfir ísnum. Í vonda veðrinu stígur hlýja loftið og skyndilega sogast kalda loftið niður af ísnum með miklum hraða og á fáum mínútum hefur kalda stillan breyst í gríðarlegt veðravíti; blindbyl sem getur verið 20-40 m hár. Lendi maður í slíkum hremmingum þá reynir fyrst og fremst á samvinnu leiðangursmanna til að tjalda með hraði og koma sér í skjól. Nú hefur okkar lið verið í því sem er öfugt við Piteraq og kallast Naqqajaq. Það er leiðindarok sem blæs upp á ísinn frá ströndinni vegna lægðar sem liggur þétt uppi við land og ýtir vindinum upp á jökulinn. Því fylgir oft mótvindur, snjór, slydda, heitt loft, þoka og blýþungt færi.
Það er því greinilegt að hópurinn hefur sýnt mikla þrautseigju að komast þó þetta langar dagleiðir við afar slæm skilyrði.

Séð úr þyrlu; Piteraq-stormur þeysist yfir ísinn:

piterq


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband