26.5.2007 | 12:44
25.05.07 - Marta skrifar:
Hæ Ísland.
Í gær þegar allt var tilbúið til brottfarar og Inger hundakona ætlaði að leggja af stað með mig og alla félagana, þá upphófust miklir stælar í hundunum og við þurftum að hætta við og tjalda aftur. Við reyndum aftur síðar um kvöldið og gengum til klukkan fjögur sl. nótt en það gekk á ýmsu með fja... hundana og þurfti ansi oft að stoppa. Vonandi gengur þetta betur í dag, föstudag. Það var frekar kalt að ganga í nótt og gott að fara í hlýja dúnpokann frá Halldóri í Fjallakofanum, sem var svo hlýr að ég var komin á nærbuxurnar þegar ég vaknaði í morgun. Allur búnaður er góður og mér líður vel. Er reyndar ansi aum í höndunum eftir sleðann. Nú er það hafragrauturinn og gera sig klára fyrir daginn, meiningin er að ganga til miðnættis. Ég er víst orðin vel lyktandi og fín...
Kær kveðja, Marta.
Bloggar | Breytt 27.5.2007 kl. 01:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2007 | 12:23
Fararstjóri gefur skýrslu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2007 | 12:21
Þrír af sjö leiðangursmönnum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2007 | 00:36
Kóngar á Grænlandi
Nýir vinir Mörtu?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2007 | 11:53
25.05.07 - Sólbráð
Vinir okkar tóku það rólega í hundabúðum enda veitti ekki af eftir erfiðið fyrstu þrjá dagana. Veðrið en ennþá ævintýralega gott og þau ákváðu að lengja hvíldina enn frekar í dag fimmtudag og leggja ekki af stað fyrr en í nótt. Þau hafa með öðrum orðum snúið við sólarhringnum og ætla heldur að ganga af stað þegar kólnað hefur en í sólbráð síðdegisins. Þessi ákvörðun byggist á því að nú eru sleðarnir með þyngsta móti og það ásamt mikilli lausamjöll gerir hundunum erfitt fyrir við dráttinn. Það verður örugglega hrollur í hópnum þegar farið verður á fætur og pakka þarf saman um miðja nótt en nauðsynlegt er að huga að bestu aðstæðum fyrir fjórfætlingana sem eiga mikið erfiði framundan.
Bloggar | Breytt 27.5.2007 kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.5.2007 | 13:50
24.05.07 - Hvíldardagur
Marta skrifar í dag:
Nú er ég stirð og þreytt eftir tíu tíma göngu í gær. Komin í Dog Camp og fullt af hundum. Ég er nú enginn sérstakur hundavinur en aldrei að vita hvað verður eftir þessa ferð. Við erum á undan áætlun og veðrið er búið að vera frábært. Hvítur og kristaltær snjór, blár himinn og sól. Trúi ekki að ég sé loksins á Grænlandi en finn að ég er vel undirbúin eftir Sprengisandsferðina með Íslenskum fjallaleiðsögumönnum.
Kær kveðja, Marta.
Christian Eide skrifar:
Meiriháttar dagur í gær. Við áttum eftir 27 km til Dog Camp í upphafi dags og okkur tókst að klára þann áfanga, hægt en örugglega. Það er ennþá flott veður, snjórinn eins og á jólakorti. Eftir tíu tíma göngu komum við til hundabúðanna og hittum Ingrid og hvuttana 26. Voff! Sólin skein, hundarnir ýlfruðu af gleði yfir endurfundunum (við mig!), flott stemning. Við snæddum veislukvöldverð og síðan hélt Ingrid smá námskeið um undirstöðuatriði í umgengni við hundana og hvernig stýra á hundasleðum. Sólin er nú að hníga til viðar og það er næstum alveg logn. Getur þetta verið betra? Við hlökkum mikið til morgundagsins, fimmtudags, því að við ætlum að taka það rólega fram eftir degi áður en við leggjum af stað áfram í átt að austurströndinni.
Ferðakveðjur, Christian.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2007 | 23:02
23.05.07 - Frosnar öldur
Vinir okkar upplifðu magnaða náttúru á þriðjudag þegar leið lá áfram í gegnum hinn feiknalega skriðjökul. Risastórar ísöldur og ásar einkenndu landslagið, ægifögur sjón en afar þreytandi að glíma við á gönguskíðum. Umhverfið minnti hreinlega á frosinn stórsjó og hópurinn þurfti að taka á honum stóra sínum í gegnum þetta seinfarna völundarhús. Færið var mjög gott og veðrið lék við hvern sinn fingur, -3°C, glampandi sól og nýfallinn snjór og að lokum hafðist þetta allt saman. Dagsverkið reyndist 11-12 km og það má segja að þreyttir göngugarpar hafi verið fegnir að skríða í tjöld að kveldi. Á miðvikudagsmorgun voru 27 km eftir að hundabúðum og ákveðið að stefna á að ná þangað í lok dagsins. En þar sem leiðin liggur áfram upp í móti og færið verður lausara í sér eftir því sem ofar dregur, er ekki víst að takmarkinu verði náð á einum degi. Greinilegt er samt að ekki vantar metnað og kraft í hópinn og fréttir herma að létt sé yfir görpunum í stritinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2007 | 14:09
23.05.07 - Skilaboð frá Dog Camp
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2007 | 00:07
21.05.07 - 22.05.07 – Gangan hafin!
Hópurinn stritaði upp og niður, fram og til baka í úfnum skriðjöklinum og lagði fjóra km að baki að kvöldi mánudags. Færi var betra en við mátti búast þar sem 10 cm af nýföllnum snjó auðveldaði þeim að ná festu á ísnum. Marta og félagar voru hæstánægð með dagsverkið, allt hafði virkað sem skyldi og gengið vel. Þar sem veðrið var kalt og stillt var ákveðið að hópurinn fengi lengri nætursvefn en áætlað var þar sem ekki var hætta á leysingum í kuldanum. Þegar bráðnun er mikil er meiri hreyfing á jöklinum og yfirferð erfiðari. Veðrið á þriðjudagsmorgun lofaði góðu og framundan áreiðanlega erfið dagsferð upp jökulinn. Þrír fyrstu dagarnir verða án efa með þeim erfiðustu þar sem gangan gegnum sprungusvæði og upp í móti reynir á. Hópurinn dregur búnaðinn sinn sjálfur fyrstu dagana eða þar til þau koma upp í hundabúðirnar og þá taka hundarnir við því erfiði.
Skriðjökull þræddur:
Árfarvegur eftir leysingar:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2007 | 10:04
21.05.07 - KANGERLUSSUAQ
Jæja, þá er loksins komið að því, stóri dagurinn er runninn upp! Í dag komu Marta, Herman, Paal, Kristian og Ann-Elin til Kangerlussuaq á vesturströnd Grænlands með beinu flugi frá Kaupmannahöfn. Þar hitti hópurinn leiðangursstjórann Christian Eide sem tjáði þeim að þau myndu leggja á jökulinn samdægurs og eftir að hafa aðeins náð áttum í Old Camp, skála þar sem ýmsir leiðangrar hafa gist, var búnaðurinn yfirfarinn í síðasta sinn, matast og lagt af stað upp á hæð nefnda 660. Hópurinn hefur æft sig og undirbúið á allan hátt í marga mánuði og er nú klár í slaginn.
Í símtali í dag var Marta bjartsýn á ferðina, henni leist vel á hópinn og hafði hitt leiðangursmenn sem voru að koma niður af jöklinum eftir göngu frá austri til vesturs. Þeir voru hæstánægðir með ferðina og sögðu Mörtu og félaga eiga mikið ævintýri í vændum. Marta sagði síðan að þeim yrði ekið upp að hæð 660 og þar hæfist gangan upp skriðjökulinn, áætluð í 2-3 tíma, en síðan yrði búðum slegið upp til fyrstu næturdvalar á Grænlandsjökli. Þau myndu síðan ganga með sleðana upp að næstu búðum þar sem hundarnir bíða ásamt Ingrid, aðstoðarmanni leiðangursins, og halda svo áfram til austurs á sama hátt og fyrstu leiðangursmenn yfir Grænlandsjökul gerðu fyrir löngu síðan, á gönguskíðum með hundasleða.
Mynd frá Old Camp:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)