08.06.07 - Húfulaus föstudagur

Annar ótrúlegur dagur (föstudagur) og færið verður betra og betra. 31 km í dag og glaðir hundar. Þegar veðurguðirnir eru okkur hliðhollir þá er ferð yfir Grænlandsjökul unaðsleg.
Glampandi sól, vindur skáhallt í bakið, hundarnir hlupu léttilega áfram. Spurning hverjir dilluðu rófuðum meira af gleði, fjórfætlingarnir eða þeir tvífættu. Þessi dagur verður geymdur með góðu minningunum, meira að segja var hægt að ganga húfu- og vettlingalaus að hluta til í dag. Allir nutu veðurblíðunnar og 31 km var lagður að baki án einnar grettu. Bara ánægja.
Á morgun laugardag eru 35 km eftir að skriðjöklinum og ef færið verður gott seinnipart dags munum við hefja för okkar stuttan spöl niður á við. En nú liggur engum á lengur. Leiðangursmenn eru uppteknir af því að njóta síðustu kílómetranna til hins ítrasta. Þetta verður spennandi, hversu erfiður verður skriðjökullinn? Hversu blautt verður þar? Hvernig mun ganga að koma hundunum niður á hafísinn? Hver sér fyrsta fjallstoppinn sem ekki er þakinn ís?


Kveðja, Christian Eide

Sleðamynd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband