10.06.07 - Takmarkinu náð!

Halló allir heima!

Ég er komin niður af jöklinum og er svo glöð..

Reyndar er ég dálítið eftir mig síðan á laugardag. Við misstum stjórn á okkar sleða í einni brekkunni og duttum frekar illa, ekki góð tilfinning inni á miðju sprungusvæði. Ég meiddist á annarri höndinni og fékk mar á ýmsum stöðum. Í morgun sunnudag var vaknað kl. 05.00 en við höfðum tjaldað á íshrygg á skriðjöklinum með útsýni yfir fjörðinn fullan af hafís. Við örkuðum af stað í síðasta sinn og þetta reyndist verða erfiðasti hluti ferðarinnar og þurftum við að fara yfir margar sprungur og ár. Við vorum mjög heppin með veðrið og aðstæður, sól og blíða. Heimamenn komu síðan á móti okkur, hundar, sleðar, farangur og fólk sett í litla báta og siglt innan um borgarísjakana til Isortoq. Þar gátum við farið í sturtu og fengum að borða hjá einum hundaeigandanum. Gistum hér í nótt og förum á mánudag með þyrlu til Tassilaq.


Það er eins og ég sé ekki komin niður ennþá og ég get einhvern veginn ekki áttað mig á því að ég hef náð takmarkinu, gengið þvert yfir risann..., en hugurinn þarf eflaust að jafna sig og ég að ná áttum. Þetta er ótrúlega skrýtið en samt svo gott að vera komin á leiðarenda. Líður vel, er þreytt og aum og sviðin í andlitinu, öll marin og blá, en glöð og pínu montin!

Kær kveðja, Marta Grænland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband