06.06.07 - Dagdraumar

Halló.

Dagurinn í dag (miðvikudagur) var svipaður og í gær, hjakk og aftur hjakk, mikill snjór og erfitt færi. Hundarnir eiga í basli með að draga sleðana og leggjast bara niður og neita að halda áfram. Endaspretturinn ætlar að verða erfiður viðureignar en veðurspáin lofar góðu þannig að þetta mun hafast. Ákveðið að byrja eldsnemma í fyrramálið, vakna kl. 04.00 og ganga og ganga. Það er basl að koma upp tjaldbúðum í öllum þessum blauta snjó þar sem þungt er að athafna sig. Hópurinn er farinn að sjá fjölbreyttan mat og alls kyns kræsingar í hyllingum og láta sig nú dreyma langa dagdrauma um allt það sem er gott og notalegt og var einu sinni daglegt brauð! En hugurinn ber mann hálfa leið og takmarkið nálgast óðum.

Kær kveðja, Marta.

Naqqajaq: Ekkert skyggni, blautt og þungt færi.

weather1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband