06.06.07 - Ingrid skrifar:

Miðvikudagur var þungur fyrir hundana og eftir 25 km gáfust þeir upp. Við höfum nú gengið u.þ.b. 60 km í djúpum snjó og ég vona innilega að færið fari að lagast. Það eru tæpir 100 km eftir að toppi skriðjökulsins. Við sem ætluðum að hespa því af á þremur dögum en það er víst náttúran sem ræður en ekki við mannfólkið. Veðrið í dag var sól - regn - snjókoma - þoka - rok. Kristian Gab. var frábær fremst með staðsetningartækið í djúúúúpum snjó. Á morgun fimmtudag ætlum við á fætur kl. 04.00. Það lítur út fyrir að veðrið sé að lagast en ég óttast að það verði of hlýtt fyrir hundana. Þess vegna er betra að fara snemma af stað. Við erum í fínu standi ennþá fyrir utan nokkur nuddsár, hælsæri og slíkt. Ég er sennilega vinningshafinn í þeim efnum enda búinn að vera á jöklinum nú í fimm vikur.

Kveðja, Ingrid.

sledestorm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband